Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 21:13 Víkingar fagna marki. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur og lokaður framan af en svo hitnaði aðeins í kolunum undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar komust yfir í uppbótartíma með marki frá Gunnari Vatnhamar og fóru með 1-0 stöðu inn í hálfleik. Í síðari hálfleik fóru stjörnumenn að taka við sér og fengu færi til þess að jafna. Það er það sem Víkingarnir gera. Þeir grípa svoleiðis augnablik og refsa. Það gerðu þeir á 73. mínútu þegar Valdimar Þór renndi boltanum í gegn á Helga Guðjónsson sem skoraði. Stjarnan þjarmaði að marki Víkinga síðustu fimmtán mínúturnar en þéttur og agaður varnarleikur Víkinga hélt. Lokatölur 2-0 og Víkingar hefja leik á nákvæmlega sömu uppskrift og þeir spiluðu allt tímabilið í fyrra. Atvik leiksins Fyrsta markið augljóst val. Fyrsta mark mótsins og frábært í þokkabót. Sá færeyski byrjar vel eftir að hafa verið á bekknum í Meistarakeppninni. Verð að vera klisjukenndur og velja bæði mörkin. Stjarnan var að banka og héldu að þeir væru að ná tökum á leiknum þegar Víkingar senda einn langan fram, vinna fyrsta boltann og Valdimar Þór býr til færi fyrir Helga Guðjóns sem skorar örugglega og lokar leiknum. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar koma allar úr liði Víkinga. Helgi Guðjóns bæði skoraði og lagði upp, það telur ofboðslega þungt í svona lokuðum leik heilt yfir. Ingvar Jónsson var frábær í dag. Steig upp og varði þegar liðið þurfti á að halda. Valdimar Þór þeytti frumraun með Víkingum og sýndi gæði sín, ekki bara í seinna marki Víkinga heldur heilt yfir allan leikinn. Skúrarnir hins vegar eru báðir stjörnumenn. Hilmar Árni Halldórsson var týndur í dag á miðjunni. Byrjaði ferskur en sást svo ekki fyrr en undir lokin og þá voru það slakar sendingar. Ósanngjarnt að velja Þórarinn Inga en ég verð samt að gera það. Hann var í brasi fyrstu 20 mínútur leiksins og meiðist svo. Spilar meiddur restina af hálfleiknum en frammistaðan skánaði ekki. Dómarinn Pétur Guðmundsson öflugur í dag. Tók fast á mörgu sem Víkingar hafa fengið að komast mikið upp með undanfarin ár og dæmdi leikinn með góðu flæði heilt yfir. Stemning og umgjörð Umgjörðin í Víkinni er fín fyrir utan kælirinn sem blaðamannastúkan er. Ofninn sló út rafmagni og interneti en það kom ekki að sök. Boðið uppá mat, drykk og kaffi en ekkert með kaffinu sem reyndari menn kvörtuðu töluvert undan. Þeir elstu báðu um kleinur. Stemningin á vellinum fín, troðin stúka og staðið meðfram. Eitthvað sungið en það mætti vera meira frá tæplega 1500 áhorfendum. Ný staðsetning stuðningsmanna Víkings áhugaverð efst í miðri stúkunni. Viðtöl Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan
Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur og lokaður framan af en svo hitnaði aðeins í kolunum undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar komust yfir í uppbótartíma með marki frá Gunnari Vatnhamar og fóru með 1-0 stöðu inn í hálfleik. Í síðari hálfleik fóru stjörnumenn að taka við sér og fengu færi til þess að jafna. Það er það sem Víkingarnir gera. Þeir grípa svoleiðis augnablik og refsa. Það gerðu þeir á 73. mínútu þegar Valdimar Þór renndi boltanum í gegn á Helga Guðjónsson sem skoraði. Stjarnan þjarmaði að marki Víkinga síðustu fimmtán mínúturnar en þéttur og agaður varnarleikur Víkinga hélt. Lokatölur 2-0 og Víkingar hefja leik á nákvæmlega sömu uppskrift og þeir spiluðu allt tímabilið í fyrra. Atvik leiksins Fyrsta markið augljóst val. Fyrsta mark mótsins og frábært í þokkabót. Sá færeyski byrjar vel eftir að hafa verið á bekknum í Meistarakeppninni. Verð að vera klisjukenndur og velja bæði mörkin. Stjarnan var að banka og héldu að þeir væru að ná tökum á leiknum þegar Víkingar senda einn langan fram, vinna fyrsta boltann og Valdimar Þór býr til færi fyrir Helga Guðjóns sem skorar örugglega og lokar leiknum. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar koma allar úr liði Víkinga. Helgi Guðjóns bæði skoraði og lagði upp, það telur ofboðslega þungt í svona lokuðum leik heilt yfir. Ingvar Jónsson var frábær í dag. Steig upp og varði þegar liðið þurfti á að halda. Valdimar Þór þeytti frumraun með Víkingum og sýndi gæði sín, ekki bara í seinna marki Víkinga heldur heilt yfir allan leikinn. Skúrarnir hins vegar eru báðir stjörnumenn. Hilmar Árni Halldórsson var týndur í dag á miðjunni. Byrjaði ferskur en sást svo ekki fyrr en undir lokin og þá voru það slakar sendingar. Ósanngjarnt að velja Þórarinn Inga en ég verð samt að gera það. Hann var í brasi fyrstu 20 mínútur leiksins og meiðist svo. Spilar meiddur restina af hálfleiknum en frammistaðan skánaði ekki. Dómarinn Pétur Guðmundsson öflugur í dag. Tók fast á mörgu sem Víkingar hafa fengið að komast mikið upp með undanfarin ár og dæmdi leikinn með góðu flæði heilt yfir. Stemning og umgjörð Umgjörðin í Víkinni er fín fyrir utan kælirinn sem blaðamannastúkan er. Ofninn sló út rafmagni og interneti en það kom ekki að sök. Boðið uppá mat, drykk og kaffi en ekkert með kaffinu sem reyndari menn kvörtuðu töluvert undan. Þeir elstu báðu um kleinur. Stemningin á vellinum fín, troðin stúka og staðið meðfram. Eitthvað sungið en það mætti vera meira frá tæplega 1500 áhorfendum. Ný staðsetning stuðningsmanna Víkings áhugaverð efst í miðri stúkunni. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti