Man United neitar að læra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:31 Hvenær ætla leikmenn Man United að læra sína lexíu? EPA-EFE/NEIL HALL Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili. Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira