„Ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2024 21:40 Arnar Guðjónsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn í kvöld. vísir / anton brink Það var tilfinningaþrungið viðtal sem Arnar Guðjónsson veitti blaðamanni eftir að ljóst varð að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppni og störfum hans hjá karlaliði félagsins væri lokið. “Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
“Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53