75 ára afmæli friðarbandalags Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:31 Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar