„Var hættur að horfa í spegil“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Árni var mest 130 kíló. Árni Björn Kristjánsson er í dag þriggja barna hamingjusamur faðir. En leiðin þangað var nokkuð erfið. „Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil
Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01