Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2024 21:07 TF-FIH flaug síðast fyrir Icelandair Cargo í ágústmánuði. Flugvélin stóð síðan á þessu flugstæði á Keflavíkurflugvelli fram undir jól. Egill Aðalsteinsson Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessa einstöku flugvél. Hún var smíðuð í Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Washington-ríki og var eintak númer 273. Boeing smíðaði alls 1049 eintök af 757-vélinni á árunum 1982 til 2004. Fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, TF-FIH, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle snemma árs 1990.Icelandair/Boeing Hún kom fyrst til Íslands þann 10. apríl árið 1990, fór útsýnisflug yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík en Guðlaugur Helgason flugstjóri og áhöfn hans flugu henni heim. Áhöfn Boeing 757-200, TF-FIH, við komuna til Keflavíkur frá Seattle þann 10. april 1990. Frá vinstri: Guðlaugur Helgason flugstjóri, Skúli Guðjónsson flugmaður, Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja, Áslaug Pálsdóttir flugfreyja, Guðjón Guðnason flugþjónn, Halldóra Sigurðardóttir flugfreyja og Þórdís Thoroddsen flugfreyja.Pétur P. Johnson Við komuna gaf borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen henni nafnið Hafdís. Önnur samskonar vél bættist fljótlega í flotann en 757-þoturnar leystu í fyrstu DC-8 þoturnar af hólmi í rekstri Icelandair. Borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen gaf flugvélinni nafnið Hafdís. Eiginmaður hennar, Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, var heiðursgestur í fyrstu ferðinni frá Seattle, vinaborg Reykjavíkur.Pétur P. Johnson Þegar Icelandair frumsýndi nýtt útlit flugvéla sinna árið 1999 var það Hafdís, TF-FIH, sem fyrst var sýnd í nýju litunum við athöfn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. 757-þoturnar voru þá orðnar burðarásinn í millilandaflugi Íslendinga. TF-FIH þjónaði sem farþegavél í sextán ár en árið 2006 var henni breytt í fraktvél fyrir Icelandair Cargo og bætti þá enn við sautján árum. Það er nánast hægt að bera lotningu fyrir þessari flugvél en rekstrarár hennar hjá Icelandair urðu rúmlega 33. TF-FIH í upprunalegu litunum yfir Reykjavíkurflugvelli árið 1990.Pétur P. Johnson En núna hefur TF-FIH lokið hlutverki sínu. Síðasta flug hennar fyrir Icelandair var í ágúst, hún stóð óhreyfð í Keflavík fram eftir vetri en var um síðustu áramót flogið til Arizona í flugvélakirkjugarðinn Pinal Airpark við borgina Marana. Leifur Magnússon verkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs Icelandair, kom að kaupum 757-vélanna og innleiðingu þeirra hjá félaginu. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega. Okkur tókst þessi fyrstu ár að reka þessar vélar þannig að við vorum með heimsmet í árlegum nýtingartíma, allt upp í og yfir 5.000 tíma á ári. Meðalnýtingartími á svona vélum var þá í kringum 2.500 tíma,“ segir Leifur. Þær hafa núna þjónað félaginu í 34 ár, lengur en nokkur önnur tegund, og eiga enn nokkur ár eftir. Þristarnir áttu lengi metið í fjölda ára í þjónustu hjá Icelandair og forverum þess. Hér er Gunnfaxi Flugfélags Íslands á Skógasandi.Snorri Snorrason „Þannig að það er algert met. Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur. 757-þotur hafa verið vinnutæki Lindu Gunnarsdóttur, yfirflugstjóra Icelandair, í yfir tuttugu ár. Hún segir tegundina farsæla. Hún sé kraftmikill vinnuhestur, sem þurfi stutta braut. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, í flugstjórasæti Boeing 757.Egill Aðalsteinsson „Hún er með mjög stóran væng. Hún er með kraftmikla mótora og hún er ofboðslega áreiðanleg,“ segir Linda. Flugfreyjum líkar við hana. Ásgerður Óskarsdóttir yfirflugfreyja um borð í 757.Egill Aðalsteinsson „757 er bara heima, ef það er hægt að kalla það. Mér líður alltaf best hérna, það er bara þannig,“ segir Ásgerður Óskarsdóttir, yfirflugfreyja hjá Icelandair. „Mjög gott vinnuumhverfi og gott að vinna í henni. Þetta er svona mitt uppáhald,“ segir Ásgerður. Og flugvirkjarnir meta hana. Kristján Þór Svavarsson flugvirki hefur annast viðhald 757-vélanna frá því þær komu til Íslands.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara súpervélar. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt. Þessi er bara númer eitt,“ segir Kristján Þór Svavarsson, sem starfað hefur sem flugvirki hjá Icelandair í 43 ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessa einstöku flugvél. Hún var smíðuð í Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Washington-ríki og var eintak númer 273. Boeing smíðaði alls 1049 eintök af 757-vélinni á árunum 1982 til 2004. Fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, TF-FIH, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle snemma árs 1990.Icelandair/Boeing Hún kom fyrst til Íslands þann 10. apríl árið 1990, fór útsýnisflug yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík en Guðlaugur Helgason flugstjóri og áhöfn hans flugu henni heim. Áhöfn Boeing 757-200, TF-FIH, við komuna til Keflavíkur frá Seattle þann 10. april 1990. Frá vinstri: Guðlaugur Helgason flugstjóri, Skúli Guðjónsson flugmaður, Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja, Áslaug Pálsdóttir flugfreyja, Guðjón Guðnason flugþjónn, Halldóra Sigurðardóttir flugfreyja og Þórdís Thoroddsen flugfreyja.Pétur P. Johnson Við komuna gaf borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen henni nafnið Hafdís. Önnur samskonar vél bættist fljótlega í flotann en 757-þoturnar leystu í fyrstu DC-8 þoturnar af hólmi í rekstri Icelandair. Borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen gaf flugvélinni nafnið Hafdís. Eiginmaður hennar, Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, var heiðursgestur í fyrstu ferðinni frá Seattle, vinaborg Reykjavíkur.Pétur P. Johnson Þegar Icelandair frumsýndi nýtt útlit flugvéla sinna árið 1999 var það Hafdís, TF-FIH, sem fyrst var sýnd í nýju litunum við athöfn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. 757-þoturnar voru þá orðnar burðarásinn í millilandaflugi Íslendinga. TF-FIH þjónaði sem farþegavél í sextán ár en árið 2006 var henni breytt í fraktvél fyrir Icelandair Cargo og bætti þá enn við sautján árum. Það er nánast hægt að bera lotningu fyrir þessari flugvél en rekstrarár hennar hjá Icelandair urðu rúmlega 33. TF-FIH í upprunalegu litunum yfir Reykjavíkurflugvelli árið 1990.Pétur P. Johnson En núna hefur TF-FIH lokið hlutverki sínu. Síðasta flug hennar fyrir Icelandair var í ágúst, hún stóð óhreyfð í Keflavík fram eftir vetri en var um síðustu áramót flogið til Arizona í flugvélakirkjugarðinn Pinal Airpark við borgina Marana. Leifur Magnússon verkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs Icelandair, kom að kaupum 757-vélanna og innleiðingu þeirra hjá félaginu. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega. Okkur tókst þessi fyrstu ár að reka þessar vélar þannig að við vorum með heimsmet í árlegum nýtingartíma, allt upp í og yfir 5.000 tíma á ári. Meðalnýtingartími á svona vélum var þá í kringum 2.500 tíma,“ segir Leifur. Þær hafa núna þjónað félaginu í 34 ár, lengur en nokkur önnur tegund, og eiga enn nokkur ár eftir. Þristarnir áttu lengi metið í fjölda ára í þjónustu hjá Icelandair og forverum þess. Hér er Gunnfaxi Flugfélags Íslands á Skógasandi.Snorri Snorrason „Þannig að það er algert met. Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur. 757-þotur hafa verið vinnutæki Lindu Gunnarsdóttur, yfirflugstjóra Icelandair, í yfir tuttugu ár. Hún segir tegundina farsæla. Hún sé kraftmikill vinnuhestur, sem þurfi stutta braut. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, í flugstjórasæti Boeing 757.Egill Aðalsteinsson „Hún er með mjög stóran væng. Hún er með kraftmikla mótora og hún er ofboðslega áreiðanleg,“ segir Linda. Flugfreyjum líkar við hana. Ásgerður Óskarsdóttir yfirflugfreyja um borð í 757.Egill Aðalsteinsson „757 er bara heima, ef það er hægt að kalla það. Mér líður alltaf best hérna, það er bara þannig,“ segir Ásgerður Óskarsdóttir, yfirflugfreyja hjá Icelandair. „Mjög gott vinnuumhverfi og gott að vinna í henni. Þetta er svona mitt uppáhald,“ segir Ásgerður. Og flugvirkjarnir meta hana. Kristján Þór Svavarsson flugvirki hefur annast viðhald 757-vélanna frá því þær komu til Íslands.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara súpervélar. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt. Þessi er bara númer eitt,“ segir Kristján Þór Svavarsson, sem starfað hefur sem flugvirki hjá Icelandair í 43 ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00
Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15