Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 15:00 Ingibjörg Sigurðardóttir á hóteli landsliðsins í Reykjavík. vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira