Meiðslavandræði Man United ætla engan endi að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Martraðartímabil Martínez heldur áfram. Michael Regan/Getty Images Það á ekki af Manchester United að ganga á þessari leiktíð en nú er ljóst að Victor Lindelöf og Lisandro Martínez verða frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik gegn Brentford á dögunum. Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira