Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Aþena, KR og Hamar/Þór. Aþena tekur á móti KR á meðan Hamar/Þór sækir Ármann heim.
Öll liðin eru með 30 stig og því eru nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir kvöldið.
- Vinni Hamar/Þór og Aþena verður Hamar/Þór efst.
- Vinni Hamar/Þór og KR verður KR efst
- Tapi Hamar/Þór verður sigurvegari leiks Aþenu og KR efst.
Leikirnir eru í beinni á Stöð 2 Sport 5 en þeir hefjast klukkan 19.00. Skipt verður á milli leikjanna í útsendingunni.