Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 10:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira