Borgarlína og bráðavandi Þórarinn Hjaltason skrifar 2. apríl 2024 09:30 Samgöngusáttmálinn hefur nú verið rúmt ár í endurskoðun og hafa hver ósköpin á fætur öðrum dunið á ríkissjóði á þeim tíma. Ekki er nóg með að kostnaðaráætlanir Borgarlínu rjúki upp, hamfarirnar í Grindavík kosta sitt, ríkissjóður þarf að kosta ómældu fé til að skynsamlegir kjarasamningar náist á vinnumarkaði og enn er margt vantalið. Fólki hefur einnig fjölgað í landinu umfram spár og það ásamt auknum straumi ferðamanna hefur aukið umferð umfram það sem vegirnir þola. Þjóðvegakerfið líður fyrir skort á viðhaldi og endurbótum, vegakerfi höfuðborgarsvæðisins fyrir aðgerðaleysi og skort á fjárfestingum og bráðavandi blasir við. Það sárvantar fjármagn. Létta Borgarlínan Það er því rétt að benda eina ferðina enn á tillögu SFA (Samgöngur fyrir alla) um hvernig spara má 80 til 90 milljarða króna með því að fara í létta Borgarlínu í stað þeirrar sem gert er ráð fyrir í Samgöngusáttmálanum. Enn fremur telur SFA afar brýnt að áfangaskipta verkinu þannig að fyrst verði hugað að nauðsynlegustu sérakreinum fyrir strætó, þannig að hann virki sæmilega og vinna síðan markvisst að því að byggja upp hágæða kerfi almenningssamgangna í formi BRT-Lite. Bæði mun það stuðla að einhverjum létti bráðavandans en líka bæta lífsskilyrði nýkominna erlendra ríkisborgara sem eru að koma undir sig fótum hér. Mynd 1 Framkvæmdatímabil léttrar Borgarlínu, BRT-Lite, og Borgarlínu, BRT-Gold. Árleg fjárfesting er að meðaltali eins. SFA leggur því til að í stað Borgarlínu í mjög háum gæðaflokki, BRT-Gold, sem nú er áætlað að kosti 126 milljarða króna, verði byggð ódýrari en sem næst jafn virk útfærsla, þ.e. létt Borgarlína, BRT-Lite, fyrir 30 til 40 milljarða króna og henni lokið árið 2029 eftir 5 ár í stað 15. Þar sem hún er um þrefalt ódýrari verða árlegar fjárfestingar svipaðar eins og sýnt er á Mynd 1. Borgarlínur af BRT-Lite gæðum og svipað eru algengar í Evrópu og N-Ameríku en hærri gæðaflokkar sjaldgæfir. BRT-Gold finnst t.d. ekki í Evrópu. BRT-Lite Borgarlínan hefur sérakreinar í hægri kanti vegar þar sem mun ódýrara er að byggja þær og framkvæmdirnar trufla lítið umferð um veginn sem skiptir verulegu máli þegar svo er þröngt orðið um umferð á vegum eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á vegum með mislægum gatnamótum nægir að byggja stuttar sérakreinar sem tengja saman aðreinar og fráreinar, sbr. sérakrein fyrir leið 1 á Hafnarfjarðarvegi. Rekstur innviðanna, það er viðhald, snjómokstur, hálkuvörn, hreinsun o.fl. er áætlað 2% af stofnkostnaði og verður hann verulega lægri fyrir léttu Borgarlínuna. Auk þess munu miðjuakreinar BRT-Gold Borgarlínunnar tefja aðra bílaumferð verulega og valda árlegum kostnaði sem taka verður með í reikninginn. Rekstur innviða léttu Borgarlínunnar þyngist árlega fram til 2029 eins og sýnt er á mynd 2 þar sem borinn er saman árlegur kostaður vegna þessara tveggja framkvæmda í rekstri. Mynd 2 Árlegur kostnaður vegna reksturs og umferðartafa Rekstur BRT-Gold heldur hins vegar áfram að þyngjast öll framkvæmdaár Borgarlínunnar. Sama gildir um þann kostnað af umferðartöfum sem hún veldur. Aðrar framkvæmdir Eðlilegt er að það fé sem sparast með þessum hætti renni til að bæta umferðarástandið á höfuðborgarsvæðinu þar sem kominn er upp bráðvandi. Umferðarástand í Reykjavík er orðið þannig að á helstu stofnleiðum mælast tafir yfir 100% á mestu álagstímum og yfir 40% þar á milli. Þetta eykur flutningskostnað allra atvinnugreina á höfuðborgarsvæðinu og seinkar þjónustuferðum sérhæfðra iðnaðarmanna og heilbrigðisstarfsfólks svo afköst minnka verulega. Árlega valda þessar tafir kostnaði upp á 30 til 50 milljarða króna sem leka út úr hagkerfinu. Hér er um hratt vaxandi bráðvanda að ræða. Sundabraut kemst ekki í gagnið fyrr en í fyrsta lagi 2031, hugsanlega síðar. Líklega líða allt að 10 ár þar til Miklubrautargöng komast í gagnið. Umferðin á Sæbraut er orðin afar erfið og ólíklegt að það lagist mikið innan næstu 10 ára með framkvæmdum Samgöngusáttmálans. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að ráðast í einfaldar og tiltölulega ódýrar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til lausnar bráðavandanum sem ella mun fara vaxandi á næstu árum og valda miklum truflunum á umferð við allar framkvæmdir í vegakerfinu. Kostnaður þeirra vegna leggst ofan á stofnkostnað framkvæmdanna. Hér er um að ræða mislæg gatnamót (vegbrýr, stokka) á mikilvægum stöðum ásamt breikkun á köflum helstu stofnleiða á norður-suður umferðarás höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru framkvæmdir sem auðvelda aðrar framkvæmdir, borga sig upp á fáeinum árum og þurfa ekki að standa í vegi annarra lausna til lengri tíma. Lokaorð Áætlanir um Borgarlínu virðast allt frá 2010 hafa verið unnar meir á grundvelli bjartsýni en nokkurs annars og hún er ekki sú lausn á umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins sem menn hugðu. Samgöngusáttmálinn er svo gerður í beinu framhaldi fyrir tæpum 5 árum. Allan þennan tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins og mál að linni. Með framangreindum tillögum vill SFA benda á þá leið sem samtökin telja farsælasta til lausnar bráðavandanum. Þá leið að vinna tíma og byggja framhaldið á vönduðum áætlunum. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Þórarinn Hjaltason Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn hefur nú verið rúmt ár í endurskoðun og hafa hver ósköpin á fætur öðrum dunið á ríkissjóði á þeim tíma. Ekki er nóg með að kostnaðaráætlanir Borgarlínu rjúki upp, hamfarirnar í Grindavík kosta sitt, ríkissjóður þarf að kosta ómældu fé til að skynsamlegir kjarasamningar náist á vinnumarkaði og enn er margt vantalið. Fólki hefur einnig fjölgað í landinu umfram spár og það ásamt auknum straumi ferðamanna hefur aukið umferð umfram það sem vegirnir þola. Þjóðvegakerfið líður fyrir skort á viðhaldi og endurbótum, vegakerfi höfuðborgarsvæðisins fyrir aðgerðaleysi og skort á fjárfestingum og bráðavandi blasir við. Það sárvantar fjármagn. Létta Borgarlínan Það er því rétt að benda eina ferðina enn á tillögu SFA (Samgöngur fyrir alla) um hvernig spara má 80 til 90 milljarða króna með því að fara í létta Borgarlínu í stað þeirrar sem gert er ráð fyrir í Samgöngusáttmálanum. Enn fremur telur SFA afar brýnt að áfangaskipta verkinu þannig að fyrst verði hugað að nauðsynlegustu sérakreinum fyrir strætó, þannig að hann virki sæmilega og vinna síðan markvisst að því að byggja upp hágæða kerfi almenningssamgangna í formi BRT-Lite. Bæði mun það stuðla að einhverjum létti bráðavandans en líka bæta lífsskilyrði nýkominna erlendra ríkisborgara sem eru að koma undir sig fótum hér. Mynd 1 Framkvæmdatímabil léttrar Borgarlínu, BRT-Lite, og Borgarlínu, BRT-Gold. Árleg fjárfesting er að meðaltali eins. SFA leggur því til að í stað Borgarlínu í mjög háum gæðaflokki, BRT-Gold, sem nú er áætlað að kosti 126 milljarða króna, verði byggð ódýrari en sem næst jafn virk útfærsla, þ.e. létt Borgarlína, BRT-Lite, fyrir 30 til 40 milljarða króna og henni lokið árið 2029 eftir 5 ár í stað 15. Þar sem hún er um þrefalt ódýrari verða árlegar fjárfestingar svipaðar eins og sýnt er á Mynd 1. Borgarlínur af BRT-Lite gæðum og svipað eru algengar í Evrópu og N-Ameríku en hærri gæðaflokkar sjaldgæfir. BRT-Gold finnst t.d. ekki í Evrópu. BRT-Lite Borgarlínan hefur sérakreinar í hægri kanti vegar þar sem mun ódýrara er að byggja þær og framkvæmdirnar trufla lítið umferð um veginn sem skiptir verulegu máli þegar svo er þröngt orðið um umferð á vegum eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á vegum með mislægum gatnamótum nægir að byggja stuttar sérakreinar sem tengja saman aðreinar og fráreinar, sbr. sérakrein fyrir leið 1 á Hafnarfjarðarvegi. Rekstur innviðanna, það er viðhald, snjómokstur, hálkuvörn, hreinsun o.fl. er áætlað 2% af stofnkostnaði og verður hann verulega lægri fyrir léttu Borgarlínuna. Auk þess munu miðjuakreinar BRT-Gold Borgarlínunnar tefja aðra bílaumferð verulega og valda árlegum kostnaði sem taka verður með í reikninginn. Rekstur innviða léttu Borgarlínunnar þyngist árlega fram til 2029 eins og sýnt er á mynd 2 þar sem borinn er saman árlegur kostaður vegna þessara tveggja framkvæmda í rekstri. Mynd 2 Árlegur kostnaður vegna reksturs og umferðartafa Rekstur BRT-Gold heldur hins vegar áfram að þyngjast öll framkvæmdaár Borgarlínunnar. Sama gildir um þann kostnað af umferðartöfum sem hún veldur. Aðrar framkvæmdir Eðlilegt er að það fé sem sparast með þessum hætti renni til að bæta umferðarástandið á höfuðborgarsvæðinu þar sem kominn er upp bráðvandi. Umferðarástand í Reykjavík er orðið þannig að á helstu stofnleiðum mælast tafir yfir 100% á mestu álagstímum og yfir 40% þar á milli. Þetta eykur flutningskostnað allra atvinnugreina á höfuðborgarsvæðinu og seinkar þjónustuferðum sérhæfðra iðnaðarmanna og heilbrigðisstarfsfólks svo afköst minnka verulega. Árlega valda þessar tafir kostnaði upp á 30 til 50 milljarða króna sem leka út úr hagkerfinu. Hér er um hratt vaxandi bráðvanda að ræða. Sundabraut kemst ekki í gagnið fyrr en í fyrsta lagi 2031, hugsanlega síðar. Líklega líða allt að 10 ár þar til Miklubrautargöng komast í gagnið. Umferðin á Sæbraut er orðin afar erfið og ólíklegt að það lagist mikið innan næstu 10 ára með framkvæmdum Samgöngusáttmálans. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að ráðast í einfaldar og tiltölulega ódýrar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til lausnar bráðavandanum sem ella mun fara vaxandi á næstu árum og valda miklum truflunum á umferð við allar framkvæmdir í vegakerfinu. Kostnaður þeirra vegna leggst ofan á stofnkostnað framkvæmdanna. Hér er um að ræða mislæg gatnamót (vegbrýr, stokka) á mikilvægum stöðum ásamt breikkun á köflum helstu stofnleiða á norður-suður umferðarás höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru framkvæmdir sem auðvelda aðrar framkvæmdir, borga sig upp á fáeinum árum og þurfa ekki að standa í vegi annarra lausna til lengri tíma. Lokaorð Áætlanir um Borgarlínu virðast allt frá 2010 hafa verið unnar meir á grundvelli bjartsýni en nokkurs annars og hún er ekki sú lausn á umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins sem menn hugðu. Samgöngusáttmálinn er svo gerður í beinu framhaldi fyrir tæpum 5 árum. Allan þennan tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins og mál að linni. Með framangreindum tillögum vill SFA benda á þá leið sem samtökin telja farsælasta til lausnar bráðavandanum. Þá leið að vinna tíma og byggja framhaldið á vönduðum áætlunum. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun