Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 18:15 Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi og Miðflokksmaður í Grindavík, segir Grindvíkinga treysta sérfræðingum í blindni án þess að hugsa hlutina til enda og veltir fyrir sér hvort flótti úr bænum séu mistök. Vísir/Vilhelm/Miðflokkurinn Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, skrifar pistilinn „Erum við að gera risastór mistök með Grindavík“ Facebook-síðu sinni. Þar veltir hann fyrir sér stöðu Grindavíkur og flótta fólks úr bænum vegna jarðhræringa og eldgosa á svæðinu og hvaða afleiðingar það hafi. Eldgosið sé að klárast, jarðkönnunarverkefnið komið langt á leið og samhliða því telur hann að það hefði átt að verið búið að hefja endurreisn bæjarins. Flóttinn úr bænum hefði sömuleiðis ekki verið jafn mikill ef íbúar væru betur upplýstir um stöðuna. Minna húsnæði taki við, þung húsnæðislán og aukinn kostnaður „Það sem er að gerast núna er að fólk flýr bæinn okkar í umvörpum vegna hræðslu við sprungur, hræðslu við verðfall á eignum sínum og barnafólk óttast skiljanlega að ekki verði skóli eða leikskóli fyrir börnin þeirra þar sem það er ekkert verið að vinna þessu samhliða að lagfæra skemmdir á götum, gangstéttum og opnum svæðum í Grindavík,“ skrifar hann í pistlinum. Það sem taki við bæjarbúum utan Grindavíkur sé minna húsnæði í flestum tilvikum. Fólk hendi húsgögnum sínum sem rýmist ekki í nýju húsnæði sem það hefði aldrei gert ef það hefði búið áfram í Grindavík. Svo taki við jafnvel tuttugu til þrjátíu milljón króna húsnæðislán og meiri kostnaður almennt fyrir fjölskylduna í bensín. Æfingagjöld aukist og annar kostnaður sem fylgi því að flytja á nýja stað vegna breyttra aðstæðna. Hús í Grindavík falli í verði þegar fólk flykkist þaðan og þjónusta skerðist. Samhliða þurfi fólk sem kaupir sér húsnæði að taka sér þung lán til langs tíma með vöxtum sem feli í sér kostnað sem sé fljótur að safnast upp. „Erum við of fljót á okkur í þessum uppkaupum?“ Gunnar segir að það séu ekki sex mánuðir liðnir frá tíunda nóvember og þegar séu 2/3 af þeim sem geta nýtt sér uppkaupsrétt á húsnæði sínu búnir að sækja um. Hann veltir fyrir sér hvort farið hafi verið of hratt í uppkaup á eignum. „Sumir sjá hag í því að gera það þar sem brunabótamat er mun hærra en verðmat á húsnæðinu þeirra. Aðrir eru bara alls ekki í það góðum málum,“ segir Gunnar í pistlinum. Sjálfur segist hann í góðum málum með sitt húsnæði og hann hafi engan áhuga á að flytja frá sínu samfélagi. Gunnar segist sjálfur ekki tilbúinn að tvístra samfélaginu til að bindast nýrra stærra samfélagi. Hann hafi ekki áhuga á samfélagi þar sem þurfi að skipuleggja vinahittinga barna með fyrirvara og fólk þurfi að læsa húsum sínum af því treysti ekki nágrannanum. Það heilli hann ekki. Sárt sé að horfa upp á íþróttafélögin og meðalstóru fyrirtækin leysast upp hægt meðan ekkert sé gert til uppbyggingar. Treystir ekki Þórkötlu eða nýrri ríkisstjórn „Hvað gerist í Grindavík á þessum þremur árum sem kauprétturinn er á okkar húsnæði? Auðvitað veit það enginn en atburður eins og 10. nóvember hefur 2500 ára endurkomutíma svo ekki þurfum við að hræðast slíkan atburð á okkar æviskeiði,“ segir Gunnar í pistlinum. Varnargarðar séu komnir í hæstu hæðir og segir hann Grindavík orðið best varða sveitarfélagið fyrir hrauni með þeim. Vinna við holrými og viðgerðir á skólum verði lokið á næstu mánuðum og þjónustuhúsnæðin verði áfram. á sínum stað. Þá telur hann að verðmæti húsnæðis muni ná sömu hæðum og það var 9. nóvember síðastliðinn á innan við tveimur árum. Gunnar segir ekki hægt að vita hvernig fasteignafélagið Þórkatla muni vinna með eignir Grindvíkinga og sölu á þeim þrátt fyrir loforð um gagnsæi. „Það verður ný ríkisstjórn komin á næsta ári sem tekur ákvörðun um framtíð þessa félags og loforð núverandi ríkisstjórnar farið. Við þekkjum söguna með Kadeco og Lundarhvolsmálin, „þetta er bara buisness!“,“ skrifar hann. Grinsvíkingar fylgi sérfræðingum í blindni Gunnar segir bæði íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast núna. Grindvíkingar treysti sérfræðingum og geri það sem þeim sé sagt án þess að hugsa afleiðingarnar til enda. Þá tiltekur Gunnar að hann fari oft sínar leiðir sjálfur. Hann sé til að mynda ekki sprautaður fyrir Covid af því hann vildi fylgjast afleiðingunum þrátt fyrir að „allir og amma þeirra“ hafi viljað taka yfir ákvörðunarrétt hans. Hann telji sig eins og þá vera að vinna sig í átt að réttri ákvörðun. „Við eigum 50 ára kaupstaða afmæli 10. apríl næstkomandi. Hvar viljum við halda uppá 60 ára kaupstaðaafmælið okkar? Viljum við ekki gera það í Grindavík? Ef staða ykkar verður betri við það að selja og fara frá Grindavík þá skil ég ykkur mjög vel. Það eru sumir sem vilja það og geta verið hvar sem er. Ég er ekki einn af þeim og vildi óska þess að fleiri væru eins þenkjandi,“ segir hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, skrifar pistilinn „Erum við að gera risastór mistök með Grindavík“ Facebook-síðu sinni. Þar veltir hann fyrir sér stöðu Grindavíkur og flótta fólks úr bænum vegna jarðhræringa og eldgosa á svæðinu og hvaða afleiðingar það hafi. Eldgosið sé að klárast, jarðkönnunarverkefnið komið langt á leið og samhliða því telur hann að það hefði átt að verið búið að hefja endurreisn bæjarins. Flóttinn úr bænum hefði sömuleiðis ekki verið jafn mikill ef íbúar væru betur upplýstir um stöðuna. Minna húsnæði taki við, þung húsnæðislán og aukinn kostnaður „Það sem er að gerast núna er að fólk flýr bæinn okkar í umvörpum vegna hræðslu við sprungur, hræðslu við verðfall á eignum sínum og barnafólk óttast skiljanlega að ekki verði skóli eða leikskóli fyrir börnin þeirra þar sem það er ekkert verið að vinna þessu samhliða að lagfæra skemmdir á götum, gangstéttum og opnum svæðum í Grindavík,“ skrifar hann í pistlinum. Það sem taki við bæjarbúum utan Grindavíkur sé minna húsnæði í flestum tilvikum. Fólk hendi húsgögnum sínum sem rýmist ekki í nýju húsnæði sem það hefði aldrei gert ef það hefði búið áfram í Grindavík. Svo taki við jafnvel tuttugu til þrjátíu milljón króna húsnæðislán og meiri kostnaður almennt fyrir fjölskylduna í bensín. Æfingagjöld aukist og annar kostnaður sem fylgi því að flytja á nýja stað vegna breyttra aðstæðna. Hús í Grindavík falli í verði þegar fólk flykkist þaðan og þjónusta skerðist. Samhliða þurfi fólk sem kaupir sér húsnæði að taka sér þung lán til langs tíma með vöxtum sem feli í sér kostnað sem sé fljótur að safnast upp. „Erum við of fljót á okkur í þessum uppkaupum?“ Gunnar segir að það séu ekki sex mánuðir liðnir frá tíunda nóvember og þegar séu 2/3 af þeim sem geta nýtt sér uppkaupsrétt á húsnæði sínu búnir að sækja um. Hann veltir fyrir sér hvort farið hafi verið of hratt í uppkaup á eignum. „Sumir sjá hag í því að gera það þar sem brunabótamat er mun hærra en verðmat á húsnæðinu þeirra. Aðrir eru bara alls ekki í það góðum málum,“ segir Gunnar í pistlinum. Sjálfur segist hann í góðum málum með sitt húsnæði og hann hafi engan áhuga á að flytja frá sínu samfélagi. Gunnar segist sjálfur ekki tilbúinn að tvístra samfélaginu til að bindast nýrra stærra samfélagi. Hann hafi ekki áhuga á samfélagi þar sem þurfi að skipuleggja vinahittinga barna með fyrirvara og fólk þurfi að læsa húsum sínum af því treysti ekki nágrannanum. Það heilli hann ekki. Sárt sé að horfa upp á íþróttafélögin og meðalstóru fyrirtækin leysast upp hægt meðan ekkert sé gert til uppbyggingar. Treystir ekki Þórkötlu eða nýrri ríkisstjórn „Hvað gerist í Grindavík á þessum þremur árum sem kauprétturinn er á okkar húsnæði? Auðvitað veit það enginn en atburður eins og 10. nóvember hefur 2500 ára endurkomutíma svo ekki þurfum við að hræðast slíkan atburð á okkar æviskeiði,“ segir Gunnar í pistlinum. Varnargarðar séu komnir í hæstu hæðir og segir hann Grindavík orðið best varða sveitarfélagið fyrir hrauni með þeim. Vinna við holrými og viðgerðir á skólum verði lokið á næstu mánuðum og þjónustuhúsnæðin verði áfram. á sínum stað. Þá telur hann að verðmæti húsnæðis muni ná sömu hæðum og það var 9. nóvember síðastliðinn á innan við tveimur árum. Gunnar segir ekki hægt að vita hvernig fasteignafélagið Þórkatla muni vinna með eignir Grindvíkinga og sölu á þeim þrátt fyrir loforð um gagnsæi. „Það verður ný ríkisstjórn komin á næsta ári sem tekur ákvörðun um framtíð þessa félags og loforð núverandi ríkisstjórnar farið. Við þekkjum söguna með Kadeco og Lundarhvolsmálin, „þetta er bara buisness!“,“ skrifar hann. Grinsvíkingar fylgi sérfræðingum í blindni Gunnar segir bæði íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast núna. Grindvíkingar treysti sérfræðingum og geri það sem þeim sé sagt án þess að hugsa afleiðingarnar til enda. Þá tiltekur Gunnar að hann fari oft sínar leiðir sjálfur. Hann sé til að mynda ekki sprautaður fyrir Covid af því hann vildi fylgjast afleiðingunum þrátt fyrir að „allir og amma þeirra“ hafi viljað taka yfir ákvörðunarrétt hans. Hann telji sig eins og þá vera að vinna sig í átt að réttri ákvörðun. „Við eigum 50 ára kaupstaða afmæli 10. apríl næstkomandi. Hvar viljum við halda uppá 60 ára kaupstaðaafmælið okkar? Viljum við ekki gera það í Grindavík? Ef staða ykkar verður betri við það að selja og fara frá Grindavík þá skil ég ykkur mjög vel. Það eru sumir sem vilja það og geta verið hvar sem er. Ég er ekki einn af þeim og vildi óska þess að fleiri væru eins þenkjandi,“ segir hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira