Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 13:30 Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir verkefnið með vindmyllugarðinn við Vaðöldu spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra. Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira