„Við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:20 Jurgen Klopp fagnar fyrr í vetur Vísir/Getty Lið Brighton hefur haft ákveðið tak á Liverpool síðustu misseri en sigur Liverpool í dag var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu viðureignum liðanna. Þetta var jafnframt 300. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira