„Við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:20 Jurgen Klopp fagnar fyrr í vetur Vísir/Getty Lið Brighton hefur haft ákveðið tak á Liverpool síðustu misseri en sigur Liverpool í dag var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu viðureignum liðanna. Þetta var jafnframt 300. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti