„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 20:24 Dóra Tynes telur langt í að kaup Landsbankans á TM muni ganga í gegn vegna rannsóknar EFTA á kaupunum. Stöð 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira