Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 14:51 Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Vísir/Ívar Fannar Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. „Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48