„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2024 11:42 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01