Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2024 19:00 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Vísir/Getty Images Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Dilja Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Dilja Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira