Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2024 19:00 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Vísir/Getty Images Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira