„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 22:32 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. vísir / pawel „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira