„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 22:37 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira