Åge Hareide: Framtíðin er björt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Þjálfari Íslands var súr með niðurstöðuna en segir framtíðina bjarta. Rafal Oleksiewicz/Getty Images „Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins. Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira