„Þetta er fallhópur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 11:31 Fylkismenn björguðu sér frá falli á síðasta tímabili. vísir/diego Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Fylkismenn tefli á tæpasta vað með því styrkja liðið ekki meira en þeir hafa gert fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar. Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30