„Þetta er fallhópur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 11:31 Fylkismenn björguðu sér frá falli á síðasta tímabili. vísir/diego Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Fylkismenn tefli á tæpasta vað með því styrkja liðið ekki meira en þeir hafa gert fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar. Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30