Þetta segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir gosið nokkuð stöðugt eins og stendur, en nokkuð dró úr kraftinum í gærnótt.
Böðvar segir að dregið hafi úr gasmenguninni þegar leið á morgunin en upplýsingar um mengun má sjá á vefnum loftgaedi.is. Bláa lónið er lokað tímabundið vegna gossins við Sundhnúksgíg.