Skilin eftir nítján ár saman: Talaði meira við blaðamenn en eigin fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Fjölskyldan saman á jólunum. Aðeins nokkrir mánuðir síðan en nú eru þau að skilja. Börnin eru aðeins eins árs og sex ára. @shangaforsberg Kona sænska landsliðsmannsins Emil Forsberg, Shanga Forsberg, sakar eiginmann sinn um algjört afskiptaleysi og staðfestir að þau séu skilin eftir nítján ár saman. Forsberg hjónin hafa verið gift í átta ár en hafa verið par frá árinu 2005. Þau eiga tvö börn saman, stelpur fæddar 2018 og 2023. Forsberg flutti sig nýverið yfir til New York Red Bulls en hann lék áður með þýska systrafélaginu RB Leipzig í næstum því áratug. Red Bulls captain Emil Forsberg accused by wife of ghosting family after move to New York https://t.co/rPt96EboLP pic.twitter.com/z1U88Pzjty— New York Post (@nypost) March 25, 2024 Eiginkonan og börnin urðu eftir í Svíþjóð eftir að hann samdi við New York liðið og það var upphafið að endanum. „Leiðir okkar skilja. Orð sem ég bjóst aldrei við að segja eftir nítján ár saman og ég trúi þessu ekki enn,“ skrifaði Shanga Forsberg á samfélagmiðla. Hún beindi orðum sínum til Emils. „Ég hef elskað þig meira en allt annað og alltaf stutt við bakið á þér. Allir vita að það eru samt takmörk. Ég elska börn mín mest af öllu og ég vil að þau þekki sitt virði eins og ég þekki mitt. Að vera tekin sem sjálfsögðum hlut og vanræksla er ekki ást,“ skrifaði Shanga. „Nýtt upphaf í New York var augljóslega ný byrjun í þínu lífi. Ég sá það í dagblöðunum að þér líður vel og þú ert að njóta hverrar stundar þarna. Þú hefur líka framtíðarplön en við vissum ekkert um það heldur. Ef blaðamennirnir vissu af því þá ertu að tala meira við þá en þína eigin fjölskyldu þessa síðustu mánuði,“ skrifaði Shanga. Emil Forsberg er 32 ára gamall. Hann hefur skorað 21 mark í 88 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann hefur spilað fjóra leiki í bandarísku MLS-deildinni og er með eitt mark og eina stoðsendingu í þeim. View this post on Instagram A post shared by Shanga Forsberg (@shangaforsberg) Bandaríski fótboltinn Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Forsberg hjónin hafa verið gift í átta ár en hafa verið par frá árinu 2005. Þau eiga tvö börn saman, stelpur fæddar 2018 og 2023. Forsberg flutti sig nýverið yfir til New York Red Bulls en hann lék áður með þýska systrafélaginu RB Leipzig í næstum því áratug. Red Bulls captain Emil Forsberg accused by wife of ghosting family after move to New York https://t.co/rPt96EboLP pic.twitter.com/z1U88Pzjty— New York Post (@nypost) March 25, 2024 Eiginkonan og börnin urðu eftir í Svíþjóð eftir að hann samdi við New York liðið og það var upphafið að endanum. „Leiðir okkar skilja. Orð sem ég bjóst aldrei við að segja eftir nítján ár saman og ég trúi þessu ekki enn,“ skrifaði Shanga Forsberg á samfélagmiðla. Hún beindi orðum sínum til Emils. „Ég hef elskað þig meira en allt annað og alltaf stutt við bakið á þér. Allir vita að það eru samt takmörk. Ég elska börn mín mest af öllu og ég vil að þau þekki sitt virði eins og ég þekki mitt. Að vera tekin sem sjálfsögðum hlut og vanræksla er ekki ást,“ skrifaði Shanga. „Nýtt upphaf í New York var augljóslega ný byrjun í þínu lífi. Ég sá það í dagblöðunum að þér líður vel og þú ert að njóta hverrar stundar þarna. Þú hefur líka framtíðarplön en við vissum ekkert um það heldur. Ef blaðamennirnir vissu af því þá ertu að tala meira við þá en þína eigin fjölskyldu þessa síðustu mánuði,“ skrifaði Shanga. Emil Forsberg er 32 ára gamall. Hann hefur skorað 21 mark í 88 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann hefur spilað fjóra leiki í bandarísku MLS-deildinni og er með eitt mark og eina stoðsendingu í þeim. View this post on Instagram A post shared by Shanga Forsberg (@shangaforsberg)
Bandaríski fótboltinn Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira