Skilin eftir nítján ár saman: Talaði meira við blaðamenn en eigin fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Fjölskyldan saman á jólunum. Aðeins nokkrir mánuðir síðan en nú eru þau að skilja. Börnin eru aðeins eins árs og sex ára. @shangaforsberg Kona sænska landsliðsmannsins Emil Forsberg, Shanga Forsberg, sakar eiginmann sinn um algjört afskiptaleysi og staðfestir að þau séu skilin eftir nítján ár saman. Forsberg hjónin hafa verið gift í átta ár en hafa verið par frá árinu 2005. Þau eiga tvö börn saman, stelpur fæddar 2018 og 2023. Forsberg flutti sig nýverið yfir til New York Red Bulls en hann lék áður með þýska systrafélaginu RB Leipzig í næstum því áratug. Red Bulls captain Emil Forsberg accused by wife of ghosting family after move to New York https://t.co/rPt96EboLP pic.twitter.com/z1U88Pzjty— New York Post (@nypost) March 25, 2024 Eiginkonan og börnin urðu eftir í Svíþjóð eftir að hann samdi við New York liðið og það var upphafið að endanum. „Leiðir okkar skilja. Orð sem ég bjóst aldrei við að segja eftir nítján ár saman og ég trúi þessu ekki enn,“ skrifaði Shanga Forsberg á samfélagmiðla. Hún beindi orðum sínum til Emils. „Ég hef elskað þig meira en allt annað og alltaf stutt við bakið á þér. Allir vita að það eru samt takmörk. Ég elska börn mín mest af öllu og ég vil að þau þekki sitt virði eins og ég þekki mitt. Að vera tekin sem sjálfsögðum hlut og vanræksla er ekki ást,“ skrifaði Shanga. „Nýtt upphaf í New York var augljóslega ný byrjun í þínu lífi. Ég sá það í dagblöðunum að þér líður vel og þú ert að njóta hverrar stundar þarna. Þú hefur líka framtíðarplön en við vissum ekkert um það heldur. Ef blaðamennirnir vissu af því þá ertu að tala meira við þá en þína eigin fjölskyldu þessa síðustu mánuði,“ skrifaði Shanga. Emil Forsberg er 32 ára gamall. Hann hefur skorað 21 mark í 88 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann hefur spilað fjóra leiki í bandarísku MLS-deildinni og er með eitt mark og eina stoðsendingu í þeim. View this post on Instagram A post shared by Shanga Forsberg (@shangaforsberg) Bandaríski fótboltinn Svíþjóð Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Forsberg hjónin hafa verið gift í átta ár en hafa verið par frá árinu 2005. Þau eiga tvö börn saman, stelpur fæddar 2018 og 2023. Forsberg flutti sig nýverið yfir til New York Red Bulls en hann lék áður með þýska systrafélaginu RB Leipzig í næstum því áratug. Red Bulls captain Emil Forsberg accused by wife of ghosting family after move to New York https://t.co/rPt96EboLP pic.twitter.com/z1U88Pzjty— New York Post (@nypost) March 25, 2024 Eiginkonan og börnin urðu eftir í Svíþjóð eftir að hann samdi við New York liðið og það var upphafið að endanum. „Leiðir okkar skilja. Orð sem ég bjóst aldrei við að segja eftir nítján ár saman og ég trúi þessu ekki enn,“ skrifaði Shanga Forsberg á samfélagmiðla. Hún beindi orðum sínum til Emils. „Ég hef elskað þig meira en allt annað og alltaf stutt við bakið á þér. Allir vita að það eru samt takmörk. Ég elska börn mín mest af öllu og ég vil að þau þekki sitt virði eins og ég þekki mitt. Að vera tekin sem sjálfsögðum hlut og vanræksla er ekki ást,“ skrifaði Shanga. „Nýtt upphaf í New York var augljóslega ný byrjun í þínu lífi. Ég sá það í dagblöðunum að þér líður vel og þú ert að njóta hverrar stundar þarna. Þú hefur líka framtíðarplön en við vissum ekkert um það heldur. Ef blaðamennirnir vissu af því þá ertu að tala meira við þá en þína eigin fjölskyldu þessa síðustu mánuði,“ skrifaði Shanga. Emil Forsberg er 32 ára gamall. Hann hefur skorað 21 mark í 88 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann hefur spilað fjóra leiki í bandarísku MLS-deildinni og er með eitt mark og eina stoðsendingu í þeim. View this post on Instagram A post shared by Shanga Forsberg (@shangaforsberg)
Bandaríski fótboltinn Svíþjóð Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira