Staveley hefur verið mikið í fréttum síðan PIF, fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, festi kaup á Newcastle United árið 2021. Hún var í dag, mánudag, dæmd til að greiða Victor Restis, grískum auðmanni, 3,4 milljónir punda (tæplega 600 milljónir íslenskra króna). Staveley hafði vonast til að málinu yrði vísað frá en þess í stað staðfesti rétturinn kröfu Restis.
Newcastle United co-owner Amanda Staveley has been ordered to pay £3.4million to a Greek shipping magnate by April 22 or he can petition the court for a bankruptcy order.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 25, 2024
Full story from @TBurrows16
Málið snýr að fjármunum sem Restis lét Staveley hafa árið 2008. Aðilarnir horfðu mismunandi á fjármunina, Restis leit á þetta sem lán á meðan Staveley vildi meina að um fjárfestingu væri að ræða.
Upphæðin nam tæplega tíu milljónum punda. Alls hafði hann fengið sex milljónir til baka árið 2014 en að hans mati – og réttarins – átti hann enn inni 3,4 milljónir punda. Upphaflega vildi Restis fá 36,8 milljónir punda frá Staveley. Þar af voru 2,1 milljón í lögræðikostnað og 31,3 milljónir í vexti. Á endanum féll hann frá þeim kröfum.
Í frétt The Ahtletic um málið segir að Staveley ætli sér að áfrýja.