Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 23:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Vestri Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Vestri Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn