Innflutningur er ekki bændum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 21:01 Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda, sem segir að mikill innflutningur á matvælum til landsins sé ekki bændum að kenna, þar þurfi aðrir að sýna vilja verki og þá á hann við íslensk stjórnvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira