Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 16:53 Pútín lýsti yfir degi þjóðarsorgar á morgun í ávarpinu. AP Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“ Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira