„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2024 08:01 Jóhann Berg og Albert Guðmundsson hafa báðir gert þrennu í mikilvægum landsleikjum. „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira