Ten Hag tók við Man Utd fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar sem og liðið vann deildarbikarinn undir hans stjórn.
Núverandi tímabil átti að fara í að stíga enn fleiri skref fram á við en þess í stað hefur liðið tekið skref aftur á bak. Það endaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu, féll snemma úr leik í deildarbikarnum og er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þar sem það gætu þó fimm ensk lið komist í Meistaradeildina á komandi leiktíð á Man Utd enn möguleika og þá er liðið komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn sigur á Liverpool.
Roy Keane and Gary Neville both think Man Utd could make England boss Gareth Southgate the club's next manager pic.twitter.com/eW5nidPEXg
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 21, 2024
Undanfarið hafa ýmsir haldið því fram að Ten Hag gæti verið á förum frá Man United. Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihluta eigandi í félaginu, vill byggja félagið upp á enskum kjarna og ku renna hýru auga til Gareth Southgate, landsliðseinvalds Englands.
Nú hefur Sky Sports hins vegar greint frá því að starf Ten Hag sé öruggt og Man United sé þegar byrjað að skipuleggja tímabilið 2024-25 með Ten Hag við stjórnvölin.
Manchester United emphatically say no decision has been made over a managerial change
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 22, 2024
The club are planning for next season with Erik ten Hag pic.twitter.com/opOTZ2qysY
Hvort slæmur endir á tímabilinu breyti því á svo eftir að koma í ljós en Man Utd mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og lætur sig dreyma um að hoppa upp fyrir Aston Villa eða Tottenham Hotspur í töflunni.