Kópavogsbær ætlar ekki að standa við skuldbindingar sínar í húsnæðismálum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 22. mars 2024 07:01 Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis. Kjörnir fulltrúar eiga að starfa á grundvelli laga og samkvæmt stefnumarkandi samþykktum bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum um húsnæðismál (44/1998) eru helstu verkefni sveitarfélaga á því sviði að: greina húsnæðisþörf gera áætlun um hvernig þörfinni skal mætt og tryggja framboð á lóðum til að mæta þeim áætlunum. Í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar hefur þessi greining á þörfum ólíkra hópa verið gerð og þar kemur fram að 35% skattgreiðenda Kópavogsbæjar séu undir tekju- og eignamörkum. Því þyrfti að skipuleggja uppbyggingu með þeim hætti að þriðjungur húsnæðis henti þessum íbúum bæjarins. Húsnæðisáætlunin fjallar um að leitast skuli við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá er meðal annars í forgangi að auka framboð á litlum og ódýrum fasteignum, auðvelda fyrstu kaup og fjölga íbúðakostum, til dæmis með samstarfi við byggingaraðila um uppbyggingu minni íbúða. Meðal markmiða í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem og Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, er fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfyllir þarfir íbúa. Huga á sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess var, í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga, undirritaður rammasamningur til þess að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópnum. Þar er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum eða uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán. Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Húsnæðismál Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis. Kjörnir fulltrúar eiga að starfa á grundvelli laga og samkvæmt stefnumarkandi samþykktum bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum um húsnæðismál (44/1998) eru helstu verkefni sveitarfélaga á því sviði að: greina húsnæðisþörf gera áætlun um hvernig þörfinni skal mætt og tryggja framboð á lóðum til að mæta þeim áætlunum. Í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar hefur þessi greining á þörfum ólíkra hópa verið gerð og þar kemur fram að 35% skattgreiðenda Kópavogsbæjar séu undir tekju- og eignamörkum. Því þyrfti að skipuleggja uppbyggingu með þeim hætti að þriðjungur húsnæðis henti þessum íbúum bæjarins. Húsnæðisáætlunin fjallar um að leitast skuli við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá er meðal annars í forgangi að auka framboð á litlum og ódýrum fasteignum, auðvelda fyrstu kaup og fjölga íbúðakostum, til dæmis með samstarfi við byggingaraðila um uppbyggingu minni íbúða. Meðal markmiða í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem og Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, er fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfyllir þarfir íbúa. Huga á sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess var, í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga, undirritaður rammasamningur til þess að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópnum. Þar er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum eða uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán. Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun