Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 21:45 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni. Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni.
Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira