Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 19:38 Hraunið hefur náð Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira