Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 17:48 Vinna við hækkun varnargarða norðan við Grindavík er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira