Sjónvarpið í svarthvítu og forsætisráðherra ekki fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Þórskonur fagna hér sigrinum í gær og sæti í bikaúrslitaleiknum. Vísir/Diego Þór Akureyri tryggði sér í gær sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í 49 ár þegar liðið vann Grindavík í undaúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu