Danskur draumur við strandlengjuna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. mars 2024 13:00 Húsið er einstaklega fallega innréttað á nýstárlegan máta þar sem hinn klassíski arkitektúr fær að njóta sín. elbaeks.dk Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. Um er að ræða 246 fermetra hús á tveimur hæðum. Efnisval við uppbyggingu hússins einkennist af miklum munaði og er eignin búin öllum nútíma þægindum. Ásett verð er um 22 milljónir danskar krónur eða 440 milljónir íslenskar. Húsið er einstaklega fallegt með bogadregnum hurðum og gluggum.elbaeks.dk Kringum húsið er steyptur veggur og hlið til að komast inn á lóðina. elbaeks.dk Útidyrahurðin er með þeim fallegri sem sést hefur, bogadregin máluð svört í stíl við glugga hússins. Gengið er inn í stórt og voldugt andyri með aukinni lofthæð og panelklæddum veggjum. Eldhúsið er rúmgott með fallegri ljósri innréttingu með gulllita höldum. Í miðju rýminu er stór og mikilfengleg eyja sem hægt er að sitja við. Á borðum og á vegg bakvið helluborðið er steinn í hlýlegum tón. Hinn klassíski arkítektúr nýtur sín vel í andyrinu.elbaeks.dk Gylltu smáatriðin í eldhúsinu stela senunni.elbaeks.dk Eldhúsið er rúmgott og bjart.elbaeks.dk Stofurnar eru innréttaðar í hlýlegum og mjúkum litatónum með náttúrulegu efnisvali og svörtum hluggum sem gefur rýminu fallegan kontrast. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri sem er sannkölluð klassík í skandinavískri innanhúshönnun. Samtals eru þrjú svefnherbergi í húsinu, öll eru þau með sér baðherbergi. Í kjallara er auka íbúð með sérinngangi með eldhúsi, baðherbergi, setustofu og innfrarauð gufa. Garðurinn er sérlega glæsilegur og vel snyrtur garður með stórri verönd og lítilli sundlaug. Auk þess fylgir húsinu einkabrú við ströndina. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavefnum elbaeks.dk Vegglistarnar í stofunni ramma rýmið skemmtilega inn.elbaeks.dk Sannkölluð betri stofa með stærðarinnar vínskáp.elbaeks.dk elbaeks.dk Gólfsíðir gluggarnir með svörtum römmum eru með þeim fallegri. elbaeks.dk Hjónasvítan er afar glæsilega innréttuð. elbaeks.dk elbaeks.dk Gyllt smáatriði eru víða um húsið.elbaeks.dk Bjart og fallegt svefnherbergi.elbaeks.dk elbaeks.dk Í kjallara er tveggja manna innrafrauð gufa.elbaeks.dk Setustofan er notaleg og smekkleg.elbaeks.dk Pallurinn við húsið er stór og byggður á pöllum.elbaeks.dk elbaeks.dk elbaeks.dk Danmörk Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Um er að ræða 246 fermetra hús á tveimur hæðum. Efnisval við uppbyggingu hússins einkennist af miklum munaði og er eignin búin öllum nútíma þægindum. Ásett verð er um 22 milljónir danskar krónur eða 440 milljónir íslenskar. Húsið er einstaklega fallegt með bogadregnum hurðum og gluggum.elbaeks.dk Kringum húsið er steyptur veggur og hlið til að komast inn á lóðina. elbaeks.dk Útidyrahurðin er með þeim fallegri sem sést hefur, bogadregin máluð svört í stíl við glugga hússins. Gengið er inn í stórt og voldugt andyri með aukinni lofthæð og panelklæddum veggjum. Eldhúsið er rúmgott með fallegri ljósri innréttingu með gulllita höldum. Í miðju rýminu er stór og mikilfengleg eyja sem hægt er að sitja við. Á borðum og á vegg bakvið helluborðið er steinn í hlýlegum tón. Hinn klassíski arkítektúr nýtur sín vel í andyrinu.elbaeks.dk Gylltu smáatriðin í eldhúsinu stela senunni.elbaeks.dk Eldhúsið er rúmgott og bjart.elbaeks.dk Stofurnar eru innréttaðar í hlýlegum og mjúkum litatónum með náttúrulegu efnisvali og svörtum hluggum sem gefur rýminu fallegan kontrast. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri sem er sannkölluð klassík í skandinavískri innanhúshönnun. Samtals eru þrjú svefnherbergi í húsinu, öll eru þau með sér baðherbergi. Í kjallara er auka íbúð með sérinngangi með eldhúsi, baðherbergi, setustofu og innfrarauð gufa. Garðurinn er sérlega glæsilegur og vel snyrtur garður með stórri verönd og lítilli sundlaug. Auk þess fylgir húsinu einkabrú við ströndina. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavefnum elbaeks.dk Vegglistarnar í stofunni ramma rýmið skemmtilega inn.elbaeks.dk Sannkölluð betri stofa með stærðarinnar vínskáp.elbaeks.dk elbaeks.dk Gólfsíðir gluggarnir með svörtum römmum eru með þeim fallegri. elbaeks.dk Hjónasvítan er afar glæsilega innréttuð. elbaeks.dk elbaeks.dk Gyllt smáatriði eru víða um húsið.elbaeks.dk Bjart og fallegt svefnherbergi.elbaeks.dk elbaeks.dk Í kjallara er tveggja manna innrafrauð gufa.elbaeks.dk Setustofan er notaleg og smekkleg.elbaeks.dk Pallurinn við húsið er stór og byggður á pöllum.elbaeks.dk elbaeks.dk elbaeks.dk
Danmörk Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira