„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:30 Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, var afar ánægður með stuðninginn í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Keflavik tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 113-94. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast