Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:31 Sir Alex Ferguson tengist Frankfurt á marga vegu. @eintracht_eng Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira