Lífið

Heimir Hall­gríms­son frum­sýnir kærustuna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimir og Dagmar nutu lífsins í Austurríki. 
Heimir og Dagmar nutu lífsins í Austurríki.  Heimir

Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaður frumsýndi kærustuna, Dagmar Silju Kristjönu Svavarsdóttur nema við Háskólann í Reykjavík, á Instagram í gær þar sem þau voru að njóta lífsins í skíðaferð í Austurríki.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið hefur verið saman um nokkurt skeið en haldið því utan sviðsljóssins. Lífið í Austurríki hefur leikið við parið.

Tengdamamma ári yngri

Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur 1981 og Diljá 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann.

Heimir gerðist fasteignasali eftir að hafa unnið við lögmennsku í sjö ár. Hann er sannkallaður ævintýramaður en hann smitaðist af fjallabakteríu árið 2018. Árið 2021 kleif hann hæsta fjalls veraldar, Mount Everest, ásamt félaga sínum Sigurði Bjarna Sveinssyni, eftir hafa verið sex vikur í Nepal í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest.


Tengdar fréttir

„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.