Hamingja unga fólksins Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:30 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar