„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Benedikt Guðmundsson er líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira