Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 08:00 Elmar Atli Garðarsson sýndi Baldri Sigurðssyni safn sitt af refa- og minkaskottum, en hann er meindýraeyðir í Súðavíkurhreppi. Stöð 2 Sport Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31