Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 08:00 Elmar Atli Garðarsson sýndi Baldri Sigurðssyni safn sitt af refa- og minkaskottum, en hann er meindýraeyðir í Súðavíkurhreppi. Stöð 2 Sport Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31