Ræktum jákvæðar tilfinningar Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun