Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 06:52 Leigubílstjórar fóru illa út úr því þegar Uber ruddist skyndilega inn á markaðinn í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá. Ástralía Leigubílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá.
Ástralía Leigubílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent