Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 15:30 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira