„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 22:23 Magnús Gunnarsson er búsettur í Grindavík og var heima hjá sér þegar gosið hófst. Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira